Óravegur að Evrunni

Þau skilyrði sem myntbandalag Evrópu (European Monetary System) setur fyrir upptöku Evrunnar virðast óyfirstíganleg fyrir Ísland næstu árin.  Þessi skilyrði eru: 1) Verðbólga má ekki vera meiri en 1,5% hærri en að meðaltali í þeim þremur Evrulöndum þar sem minnst verðbólga er. 2) Gengi krónunnar skal vera innan vikmarka gagnvart Evrunni, sem nemur plús mínus 15%. 3) Skuldir ríkissjóðs mega ekki vera meiri en sem nemur 60% af landsframleiðslu 4) Vextir á ríkisskuldabréfum til 10 ára mega ekki vera meira en 2% hærri að meðaltali en hjá þeim þremur löndum sem lægsta verðbólgu hafa. 5) Halli á ríkissjóði má ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu. Loks skal Seðlabankinn beita virkri verðlagsstýringu, ná verðbólgumarkmiðum og ekki lána til opinberra fyrirtækja. Slóvakía verður 16. Evrulandið í janúar 2009 og það hefur tekið landið allt að 5 ár að aðlaga sig að hinum ströngu kröfum sem taldar eru upp hér að framan.  Það hlýtur að taka a.m.k. þann tíma á Íslandi, eða hvað?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband