Bloggfćrslur mánađarins, október 2007

Bernskubrek og félagshyggja á barnskóm

Í blađaviđtali segir Jón Sigurđsson, fv. ráđherra, ađ atburđarásin í Orkuveitumálinu ţar sem borgin féll skrifist á fljótfćrni og reynsluleysi borgarfulltrúa Sjálfstćđisflokks.  Jón lćtur hafa eftir sér ađ: "Fulltrúar Sjálfstćđisflokksins hafa látiđ tilfinningar og skapsmuni hlaupa međ sig í gönur...  ţetta er bernskt, vanţroskađ upphlaup og vandrćđalegt orđagjálfur.  Ţeir eru í uppnámi og verđur áreiđanlega fyrirgefiđ ţađ....  Ţetta er gott fólk sem líđur illa.  Viđ vorkennum ţví." Ţetta er raunsönn lýsing hjá Jóni, en ţarna fá sjálfstćđismenn kaldari kveđjur frá Jóni en fyrir alţingiskosningarnar í vor . Ađ mínu mati var Jón Sigurđsson frambćrilegri en flestir eđa allir frambjóđendur í Reykjavík.  En hann mátti ađgreina Framsókn betur frá Sjálfstćđisflokknum.  Hann gerđi ekki nóg til ađ skerpa félagslegu hliđarnar ţá 9 mánuđi sem hann var formađur Framsóknar í ađdraganda alţingiskosninga.  Nú sér hver mađur ađ  ţá átti Jón auđvitađ ađ gera ţađ sem Björn Ingi gerđi í síđustu viku; ađ venda flokknum í átt til félagshyggju.  Ef Jón hefđi lagst á vinstri arminn fyrir kosningar vćri pólitíska landslagiđ meira í átt til samvinnu, en grćđginnar sem einkennir ţađ í dag. Auk ţess hefđi Jón hlotiđ örugga kosningu sjálfur. 


Geir ţarf ekki ađ vera alveg gáttađur á Birni Inga

Af hverju var Geir H. Haarde svona hissa á framkomu Björns Inga viđ Vilhjálm ţegar  hann sleit meirihlutanum í borginni?  Er ekki rétt munađ hjá mér ađ hann hafi sjálfur breytt eins gagnvart Jóni Sigurđssyni eftir alţingiskosningarnar í vor?


Er afskaplega fátt sem viđ vitum alveg fyrir víst?

Ég var ađ lesa um Sókrates.  Gott vćri ef fólk grennslađist oftar fyrir um skođanir sínar og tćki ţeim ekki ađ gefnu sem sannleika án ţess ađ kanna heimildir.  „Gagnrýnin hugsun“ felst í ţví ađ ekki er fallist á neitt nema ţađ sem rannsakađ hefur veriđ.  Sókrates taldi ađ fólk vćri ekki illt ađ upplagi en ţađ gerđi öđrum illt međ ţví ađ missa sjónar á sannleikanum.  Ţađ skorti bara ţekkingu og yfirsýn. Sjálfur reyndi hann sjálfan sig og viđmćlendur sína í rökrćđum um ólíklegustu mál.  Viđmćlendurnir lentu stundum út af sporinu eđa komust í mótsögn viđ sjálfa sig, svo slyngur var Sókrates í rökrćđum.  En markmiđ hans var  ekki ađ gera lítiđ úr fólki heldur ađ kenna ţví ađ hugsa rétt. Ryđja burt fordómum og brjóta málin til mergjar áđur en komist vćri ađ niđurstöđu. Sjálfur sagđist hann vita ţađ eitt ađ hann vissi ekki neitt!

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Nóv. 2024

S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband