Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Sigurður Sigurðarson, dýralæknir, kenndi mér þessa vísu í Vogum í Kelduhverfi á Hvítasunnudag. Tilefnið var það að Þingeyingar leituð logandi ljósi að einvherjum til að taka við þingmennsku (koma í stað) Jónasar frá Hriflu. Fundu þeir Björn á Brún. Einhver Helgi á Húsavík, sem ég kann ekki frekari deili á, var mjög áfram um að fá Björn í stað Jónasar. En vegna efnis vísunnar skal tekið fram að Helgi var barnlaus. Þá átti Egill Jónasson að hafa kveðið:
Ef að Helgi eignast börn,
öll þau heita lætur
Björn, Björn, Björn, Björn og Björn,
bæði syni og dætur.
Ljóð | 31.5.2007 | 13:09 (breytt 1.6.2007 kl. 11:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vísindi og fræði | 31.5.2007 | 13:03 (breytt kl. 13:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Helgina 19.-20. maí spilaði ég bridge á kjördæmamóti á Ísafirði. Gaman að því og ég hitti marga gamla kunningja, aðallega af Austurlandi. Ég hef ekki oft átt leið til Vestfjarða, kom þangað síðast sumarið 1999; Brá mér allverulega við að rifja upp íbúatölur í fjórðungnum. Greinileg fækkun frá þeirri landafræði sem ég lagði síðast á minnið. Annars var gaman að ferðast um Djúpið og gista í sumarbyggðinni á Súðavík. Þarna ætti maður auðvitað að koma oftar.
Spil og leikir | 23.5.2007 | 11:52 (breytt kl. 12:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stjórnmál og samfélag | 23.5.2007 | 11:44 (breytt kl. 12:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stjórnmál og samfélag | 22.5.2007 | 00:11 (breytt 23.5.2007 kl. 12:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lífstíll | 17.5.2007 | 23:18 (breytt 23.5.2007 kl. 12:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | 17.5.2007 | 15:04 (breytt 23.5.2007 kl. 12:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lífstíll | 16.5.2007 | 13:26 (breytt 31.5.2007 kl. 12:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einhverjar líkur virðast á því að ríkisstjórnin sitji áfram. Samkvæmt fréttum virðist sem fjármálamarkaðurinn sé sáttur við það. Kannski er það svo að íbúar landsbyggðarinnar, þar sem fylgi Framsóknar er mest, séu sáttir við það. Ég held að Framsókn ætti að fara í naflaskoðun hið fyrsta. Ósamkomulag milli manna gæti stafað af því að flokkurinn hefur verið við völd of lengi (32 ár í stjórn af síðustu 36). Nú þarf að hugsa meira um hugmyndafræðina, félagshyggju og sammvinnu. Byggja á upp innra starfið næstu misserin og þar er Jón Sigurðsson réttur maður á réttum stað.
Stjórnmál og samfélag | 15.5.2007 | 14:15 (breytt 31.5.2007 kl. 12:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá hefur þjóðin fellt sinn dóm. Of langt mál væri að telja upp það sem lesa má út úr kosningaúrslitunum. Læt ég stjórnmálaskýrendur um það. Ljóst má þó vera að umhverfissjónarmið sigruðu. Í þeim málaflokki hefur Framsóknarflokkurinn orðið undir í áróðursstríði. Þá er ljóst að Framsóknarflokknum er ekki treyst til að starfa að velferðarmálum eftir 12 ára samstarf við Íhaldið. Framsóknarflokkurinn er jú flokkur félagshyggju og samvinnu. Þar þarf að greina hann enn betur frá Sjálfstæðisflokknum.
Stjórnmál og samfélag | 14.5.2007 | 12:57 (breytt 31.5.2007 kl. 12:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá