Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Jökulsárhlaup var byrjað og sextán hlauparar, þar á meðal ég, voru staddir í Hólmatungum laust fyrir klukkan 13:00. Þeir sem hlupu frá Dettifossi voru ræstir klukkan 12:00 þannig að bestu hlaupararnir náðu að fara fyrstu 11 kílómetrana áður en ræst var í Hólmatungum. Þegar hlaupara í öðru sæti bar að kallaði hann hástöfum á undan sér: "Á einhver skó númer 42"? Í ljós kom að sólinn hafði rifnað undan hægrifótarskónum. "Ég get ekki haldið áfram nema einhver reddi mér skóm númer 42". Lítil von virtist til þess að úr þessu rættist og litu menn vandræðalegir hver á annan. Þá heyrðist sagt "Geturðu notað mína?". Kenndi ég þar rödd Þórarins í Vogum, sem var bílstjóri rútunnar sem flutti hlaupahópinn að rásmarki. Í ljós kom að Þórarinn var ekki í blankskóm, hvað þá heldur gúmmískóm eða stígvélum, heldur álitlegum svörtum strigaskóm. Höfðu þeir skóskipti á staðnum þó hlauparinn ætti eftir að hlaupa 21 km í markið. Þegar hlaupinu var lokið komst ég svo að því að hlauparinn á tvílitu skónum, öðrum svörtum og hinum hvítum, hafði orðið í öðru sæti í 33 km hlaupinu frá Dettifossi. Hann mun svo hafa skipt aftur á skóm við Þórarinn og kunnað honum bestu þakkir fyrir lánið.
Lífstíll | 28.7.2007 | 20:43 (breytt kl. 20:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dægurmál | 25.7.2007 | 13:26 (breytt kl. 13:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í langtímaspá fyrir vikuna er gert ráð fyrir norðanátt. Það voru frekar litlar fréttir. Norðanátt hefur verið ríkjandi vindátt frá því í apríl hér norðanlands. Koma svo, sunnanvindar. Það er gert ráð fyrir viðsnúningi á sunnudag, sem er degi of seint fyrir hið magnaða Jökulsárhlaup. En það þýðir ekkert að spá í veðrið. Það er alltaf eitthvað bogið við það hvort eð er. Í fyrra var alltof heitt í Jökulsárhlaupinu, en í hitteðfyrra nokkuð góðar aðstæður þó súldarloft og létt norðangjóla væri á móti.
Vísindi og fræði | 23.7.2007 | 11:56 (breytt 24.7.2007 kl. 15:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Félagsmenn hafa með fórnfýsi og sjálfboðastarfi staðið fyrir stórum verkefnum í þágu amennings. Jafnvel með svæðisbundna hagsmuni að leiðarljósi. Það hafa þeir jafnvel gert með sáralítið fé milli handa. Seinni kynslóðir nutu svo góðs af. Einstaklingshyggja íslendinga nú á tímum er mikil, en það er gagnrýnivert ef fáir einstaklingar eigna sér arf kynslóðanna með þeim rökum að einhver verði að hirða um hann. Hér vantar haldbærari rök en þau að félagsleg eign sé tímaskekkja á tímum sérhyggju.
Vísindi og fræði | 20.7.2007 | 13:30 (breytt kl. 13:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vísindi og fræði | 20.7.2007 | 09:40 (breytt kl. 09:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sérstakan áhuga minn vekja mál þar sem tekist er á um óráðstafað eigið fé samvinnufélaga og sparisjóða. Og nú síðast Samvinnutrygginga GT, sem stendur fyrir gagnkvæmt tryggingafélag en ekki samvinnufélag. Þegar kemur að því að ráðstafa hinu áður óráðstafaða fé virðast mörg ljón á veginum. Vandamálið er langt í frá nýtilkomið, en vandræðagangur hefur ávallt einkennt uppfærslu laga á alþingi sem lúta að samvinnufélögum. Á sama tíma hefur löggjöf um hlutafélög fallið í kramið. Miklu meira um þetta síðar.
Vísindi og fræði | 19.7.2007 | 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hljóp ofan úr Mývatnssveit í gær, heim að Laugum, um Laxárdal. Falleg var náttúran á íslensku sumarkvöldi í þeim fallega dal. Rykstrókar af mýi stóðu upp af bökkum Laxár svo langt sem séð var niður eftir dalnum. GPS úrið mældi þetta hlaup 26 km, en það má kalla þetta náttúruskoðun á hlaupum. Ég hef tvisvar áður gengið Laxárdalinn að vestanverðu og fullyrði að hlaup eru ekki síðri leið til að skoða fegurð náttúrunnar.
Lífstíll | 19.7.2007 | 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vísindi og fræði | 12.7.2007 | 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá