Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2008

Sennilega hagstćđara fyrir Ólaf F ađ fótbrotna

„Ég var nokkuđ langt niđri á tímabili, en sótti mér viđeigandi ađstođ og ađhlynningu til ađ sigrast á ţessum veikindum. Ţúsundir Íslendinga lenda í svipuđum erfiđleikum á hverju ári, en snúa fullfrískir aftur út í samfélagiđ."  segir Ólafur í viđtali viđ Kolbrúnu Bergţórsdóttur í 24 stundum í dag.

Af hverju sjá pólitískir andstćđingar og fjölmargir fordómafullur íslendingar ástćđu til persónulegra árása af ţessu tilefni.  Hefđu ţeir pískrađ í hverju horni og málađ skrattann á vegg ef Ólafur hefđi veriđ fótbrotinn?  Og hefđu ungliđahreyfingar flokkana galađ sig hása á áhorfendapöllum Ráđhússins í von um ađ rífa upp brjósklos t.d.?  Ţađ var lágkúra ef tilgangurinn var sá ađ taka Ólaf F á taugum í ljósi sjúkdómasögunnar.  Voru óvćgnir fordómar samélagsins ţarna í sinni birtingarmynd?

Ţetta rifjar upp fyrir mér ađ eitt sinn fyrirfór sér mađur í litlu sjávarplássi á Íslandi.  Bréfiđ sem hann skildi eftir sig og minningargreinar helstu vina hans skáru úr um ađ hann ţjáđist af ţunglyndi.  Ég kynnti mér máliđ og í ljós kom ađ nokkrir raunverulegir vinir mannsins höfđu mćlst til ţess ađ hann leitađi sér lćkninga viđ ţunglyndinu.  Ţeir voru ţó mun fleiri í kringum hinn sjúka sem vöruđu viđ slíku.  Fordómar ţjóđfélagsins í garđ ţeirra sem leituđu sér lćkninga út af ţvílíkum kvillum vćru óbćrilegir, ađ ţeirra sögn.  Nú jćja, hverjir voru ţá réttsýnir.  Jú, minnihlutinn í ţví máli.  Ţví miđur. 

 

 


Hmm, Ö hmm, má ţá treysta ţví?

Mér var sögđ saga af kempunni Jónasi frá Hriflu.  Alţingismanni framsóknar fannst sér misbođiđ og hótađi í rćđustól ţingsins ađ segja af sér.  Heyrđist ţá Jónas tauta: "Hmm, Ö hmm, já má ţá treysta ţví?"  Ţingmađurinn stóđ ekki viđ stóru orđin.  Ekki var sömu sögu ađ segja af hótun Björns Inga Hrafnssonar í síđustu viku.  Guđni formađur gekk á eftir honum og til ţes urđu fleiri háttsettir í framsókn.  En allt kom fyrir ekki.  Nú hefur Björn Ingi sagt af sér.  Ekki batnar ţađ og enga trú hef ég á ţví ađ Guđjón Ólafur bjargi málum.  Fráleit vinnubrögđ af hans hálfu sína e.t.v. ađ flokkur sem m.a. byggđi á hugmyndum um öfgalausa pólitík á miđjunni og samvinnu fólks hefur týnt málefnum sínum.  Allt snýst nú um persónur og leikendur.  Ef hin málefnalega pólitík framsóknar er týnd er hćtt viđ ţví ađ flokkurinn verđi ekki 100 ára. 


Ţynnast enn rađir ţingeyinga - stóriđju vantar

Skarpur, blađ allra ţingeyinga, greinir frá fólksfjöldaţróun í Ţingeyjarsýslum á árinu 2007.  Í anda jákvćđrar ritstjórnarstefnu blađsins og óbilandi bjartsýni Ţingeyinga á sjálfa sig (heimótti segja sumir); var greinin samanţjöppuđ á nćstöftustu vinstri síđu.  Engin tilraun er gerđ til ţess ađ túlka tölurnar í fyrirsögn, enda er ţróunin í sýslunni nćr alls stađar neikvćđ, nema kannski í ţéttbýlinu á Laugum í Reykjadal ţar sem fjölgađi um 8,2%.  Íbúar stćrsta sveitarfélagsins Norđurţings, sem nýveriđ var sameinađ úr Húsavík, Reykjahverfi, Kelduhverfi, Kópaskeri og Raufarhöfn, eru  nú 2.970 og međ sömu ţróun verđa ţeir orđnir jafnfáir og íbúar Húsavíkur einnar voru um 1980! Ţingeyingum hefur fćkkađ um 2,1% á árinu, sem er meiri fćkkun en veriđ hefur undanfarin ár.  Ţingeyingar eru nú einungis 4.964 talsins.

Nú má ekki bíđa stundinni lengur eftir ţví ađ taka ákvörđun um álversframkvćmdir á Bakka  međ vistvćnum orkugjöfum sýslunnar.  Ţađ er góđ tímasetning einmitt nú ţegar hagkerfiđ snýst hćgar,hlutabréfin lćkka og ekki má veiđa fisk.  En ţađ síđasttalda, aflasamdráttur, hefur veriđ ein af meginskýringunum fyrir kreppum og samdrćtti í efnahagslífi Íslendinga frá stofnun lýđveldisins.  Hinar meginskýringarnar hafa veriđ olíuverđshćkkanir og verđfall á mörkuđum fyrir fisk.

Koma svo.  Sérstaklega ráđherrar samfylkingarinnar.  Ákvörđunin um ađ styđja stóriđja en stoppa hana alls ekki er bćđi réttari og léttari nú í ársbyrjun 2008. 


Gleđilegt ár og gott skaup

Gleđilegt ár!  Skaupiđ var fínt.  Leikstjórinn stóđ sig ágćtlega.  Greinilega vanur mađur.  T.d. var tempóiđ rólegt í upphafi til ađ geta bćtt í seinni hlutann.  Auglýsingin fór nćrri framhjá mér.  Segi bara eins og gamli mađurinn sem keypti sér líftryggingu fyrir flugferđ og lenti svo heilu og höldnu: "Ţar fóru milljónir fyrir lítiđ". (Ţađ var reyndar hundrađkall í hans tilfelli, enda langt síđan).   En ţađ er gömul saga og ný ađ ţeir sem eru í góđu skapi á gamlárs upplifa skaupiđ skemmtilegt, en hinir neikvćđari/ţreyttari sjá ekki spaugilegu hliđarnar. Gagnrýni á skaupiđ má oft lesa í ţví ljósi. 


Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Jan. 2025

S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband