Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Lítil umræða varð um aðild Íslands að Evópska efnahagssvæðinu þann 1. janúar 1994. Málið var samþykkt í heild sinni á alþingi og varð aldrei kosningamál þótt aðdragandinn væri langur. Allmargir urðu þó til þess að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu og má þar nefna Samtök um óháð Ísland, sem gáfu út blað sem hét Útvörður, ef ég man rétt. Hæglega hefði mátt gera lista með fleiri hundruð rökum með og fleiri hundruð rökum á móti EES samningnum. En umræðan var slöpp. Ennþá slappari er umræðan þó um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Þar hafa sárafá rök, með eða á móti, verið til umfjöllunar. Stjórnarsamstarfið er í hættu ef ég skil rétt; en fáir stjórnarliðar þora að tjá einlægar skoðanir sínar, þannig er flokksræði lýðveldisins Íslands orðið. En með hvaða rökum ætti Ísland að sækja um aðild að ESB, leyfist mér að spyrja? Er það til að taka upp nýjan gjaldmiðil, sem tekur óratíma fyrir Ísland, eða til þess að flytja inn ódýrari matvæli, sem er úrelt sjónarmið í ljósi atburða haustsins? Eða til að yfirþjóðlegt vald leysi af hólmi duglausa stjórnmálamenn? Eða hvað? Ég tek ofan af fyrir þeim sem reyna að gera lista um kosti og galla í svo stóru máli sem þessu. Þá fyrst má eiga upplýstar og yfirvegaðar umræður um kosti og galla. Ég tel að þetta hljóti að verða þverpólitískt mál og að það eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu með það eftir góðan undirbúning.
Stjórnmál og samfélag | 22.12.2008 | 09:47 (breytt 2.1.2009 kl. 12:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stjórnmál og samfélag | 16.12.2008 | 11:48 (breytt kl. 11:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Júlíus Havsteen, sem var sýslumaður á Húsavík, var þekktur fyrir að standa með smælingjunum og eru af því margar sögur. Ein rifjaðist upp fyrir mér í sambandi við tilburði stjórnvalda við rannsókn bankahrunsins. Þannig var að Blöndal, sem var víneftirlitsmaður á bannárunum, bankaði óvænt uppá hjá Júlíusi sýslumanni á Húsavík. Hann ætlaði að líta í kringum sig í þorpinu og skima eftir þeim sem brugguðu landa. Júlíus vissi af þeirri iðju hjá útvegsbónda og barnakarli, sem við skulum bara kalla Helga hér, en vildi hlífa honum við rannsókn Blöndals. Hann bað vinnumann sinn því að fara til barnakarlsins og bruggarans og færa honum þau skilaboð að Blöndal væri komin og hvort Helgi ætti nýjan fisk fyrir Blöndal. Öllum mátti vera ljóst, nema eftirlitsmanninum, að þessu erindi var ætlað að veita Helga svigrúm til að fela bruggtækin og fela slóðina. Mér fannst þetta skemmtileg saga en velti því fyrir mér hvort stjórnvöldum gengur eitthvað álíka göfugt til með því að misfarast hendur hvað eftir annað í rannsókn bankahrunsins og draga lappirnar eins lengi og hægt er. Vonandi er gáfulegur tilgangur með vandræðaganginum því þetta er að verða pínlegt.
Menntun og skóli | 12.12.2008 | 11:49 (breytt kl. 11:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá