Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Meirihluti kjósenda er fylgjandi sameiningu Þingeyjarsveitar og Aðaldals. Úrslitin eru afgerandi í báðum sveitarfélögunun. Meira afgerandi en þau voru í nóvember síðastliðnum þegar niðurstaðan var efnislega hin sama. Þá var líka kosið um aðild Skútustaðahrepps, en lýðræðisleg niðurstaða Mývetninga var að taka ekki þátt.
Það er orðið brýnna í seinni tíð að fámenn sveitarfélög sameinist og verði þannig hæfari til að taka að sér verkefni og halda uppi þjónustu. Hið nýja sveitarfélag telur um 1.000 íbúa og bundnar eru vonir við að sveitarfélag af þeirri stærðargráðu skili íbúunum betra samfélagi. Um málefni nýja sveitarfélagsins verður örugglega mikil umræða næstu tvo mánuði fram að sveitarstjórnarkosningum. Sameiningin skapar ný tækifæri og það er íbúanna að nýta þau.
Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit sameinast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.4.2008 | 10:25 (breytt kl. 10:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Menntun og skóli | 25.4.2008 | 21:53 (breytt kl. 23:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nemendur og starfsfólk Framhaldskólans á Laugum héldu uppá forvarnardag Sambands íslenskra framhaldsskólanema miðvikudaginn 9. apríl. Gengið var frá skólahúsum á Laugum, sem leið lá yfir Fljótsheiði og að Goðafossi, um 9 kílómetra vegalengd. Gengið var með friði, heilbrigðu líferni, ást, notkun bílbelta, notkun smokka, trausti, kærleika, réttlæti, jafnrétti, velferð, von, samkennd, menntun og fleiru sem hverjum og einum fannst vert að ganga með.
Allir voru velkomnir að ganga með Laugafólki. Gangan tók u.þ.b. 4 klukkutíma og fengu göngugarpar hressingu á leiðinni, uppá miðri heiði. Þegar komið var að Goðafossi var mælt með því að göngufólk kastaði frá sér leiðinlegum hugsunum til að rýma fyrir öðrum jákvæðari í staðinn.
Menntun og skóli | 9.4.2008 | 10:45 (breytt 25.4.2008 kl. 21:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá