Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Sameining og ný tækifæri

Meirihluti kjósenda er fylgjandi sameiningu Þingeyjarsveitar og Aðaldals.  Úrslitin eru afgerandi í báðum sveitarfélögunun. Meira afgerandi en þau voru í nóvember síðastliðnum þegar niðurstaðan var efnislega hin sama.  Þá var líka kosið um aðild Skútustaðahrepps, en lýðræðisleg niðurstaða Mývetninga var að taka ekki þátt. 

Það er orðið brýnna í seinni tíð að fámenn sveitarfélög sameinist og verði þannig hæfari til að taka að sér verkefni og halda uppi þjónustu.  Hið nýja sveitarfélag telur um 1.000 íbúa og bundnar eru vonir við að sveitarfélag af þeirri stærðargráðu skili íbúunum betra samfélagi.  Um málefni nýja sveitarfélagsins verður örugglega mikil umræða næstu tvo mánuði fram að sveitarstjórnarkosningum.  Sameiningin skapar ný tækifæri og það er íbúanna að nýta þau.


mbl.is Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit sameinast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleði í skólastarfinu á Laugum

verkdr_34verkdr_36verkdr_30Sumardagurinn fyrsti var bjartur og fagur á Laugum. Meira en 160 gestir heimsóttu skólann og kynntu sér nýjungar í skólastarfi og skoðuðu afrakstur verkefnadrifna námsins sem unnið hefur verið við þessa viku. Gestir komu víða að og meðal þeirra mátti sjá þingmenn og ráðherra. Bar fólki saman um að dagurinn hefði verið fróðlegur og skemmtilegur bæði fyrir heimamenn og gesti.

Forvarnardagur SÍF - Leiðindum kastað í Goðafoss

Nemendur og starfsfólk Framhaldskólans á Laugum héldu uppá forvarnardag Sambands íslenskra framhaldsskólanema miðvikudaginn 9. apríl. Gengið var frá skólahúsum á Laugum, sem leið lá yfir Fljótsheiði og að Goðafossi, um 9 kílómetra vegalengd.  Gengið var með friði, heilbrigðu líferni, ást, notkun bílbelta, notkun smokka, trausti, kærleika, réttlæti, jafnrétti, velferð, von, samkennd, menntun og fleiru sem hverjum og einum fannst vert að ganga með.  

Allir voru velkomnir að ganga með Laugafólki. Gangan tók u.þ.b. 4 klukkutíma og fengu göngugarpar hressingu á leiðinni, uppá miðri heiði. Þegar komið var að Goðafossi var mælt með því að göngufólk kastaði frá sér leiðinlegum hugsunum til að rýma fyrir öðrum jákvæðari í staðinn.


medmaeli


Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband