Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Þingmenninir 7 af lista Framsóknarflokksins hafa verið að týna tölunni síðustu vikur. Tveir hafa sagt af sér og a.m.k. tveir gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Það telst umtalsverð endurnýjun í gamalgrónum flokki. Ýmsar ástæður eru gefnar upp. Allt frá því að hafa óvart ýtt á Enter í tölvupósti til þess að segjast vilja víkja fyrir yngra fólki. Mig grunar að til að leysa úr vanda flokksins þurfi nú naflaskoðun til að skilgreina hlutverk flokksins. Ráðlegt er að beygja umtalsvert til vinstri. Kannski liggur beinast við að hverfa aftur til fortíðar og skipta þessum þó litla flokki í tvennt. Landsbyggðarflokk, eins og hann var þegar hann var stærstur, og höfuðborgararm sem gæti umsvifaust liðsinnt Samfylkingunni t.d. í því að ganga í Evrópusambandið. Tilburðir framsóknarmanna við að ná fylgi í borginni hafa gengið fremur illa og ég spyr mig hvort á þeim vígstöðvum hafi verið fórnað því sem flokkurinn ætti að standa fyrir. Ekki síst nú á krepputímum. Það er að vera málsvari landsbyggðarinnar og grunnatvinnuvega þjóðarinnar. Það er þörf fyrir félagslega samstöðu og samvinnu fólksins í landinu. Burt með græðgina og spillingarliðið.
Stjórnmál og samfélag | 31.1.2009 | 13:54 (breytt kl. 14:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stjórnmál og samfélag | 21.1.2009 | 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framsóknarflokkurinn hafði bæði úr hæfum konum og mönnum að velja á flokksþinginu. Það veit á gott og kynslóðaskiptin sem urðu hljóta að leggja línurnar fyrir hina flokkana. Sigmundur Davíð og Höskuldur eru báðir mjög frambærilegir menn og hin nýja forysta flokksins, með Eygló Harðardóttur sem annað nýtt nafn, hefur yfir sér ferskt yfirbragð. Byrjunin var að vísu farsakennd þegar tími Höskuldar kom í 5 mínútur og fór svo aftur. Ég leyfi mér að óska Sigmundi Davíð til hamingju með kosninguna. Það er bráðnauðsynlegt fyrir íslendinga að sjá nýtt fólk með heilbrigðar áherslur kveða sér hljóðs í stjórnmálunum núna. Velkomin til erfiðis, ný forysta Framsóknar.
Stjórnmál og samfélag | 18.1.2009 | 23:50 (breytt kl. 23:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | 11.1.2009 | 11:20 (breytt kl. 11:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá