Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Lítil umræða varð um aðild Íslands að Evópska efnahagssvæðinu þann 1. janúar 1994. Málið var samþykkt í heild sinni á alþingi og varð aldrei kosningamál þótt aðdragandinn væri langur. Allmargir urðu þó til þess að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu og má þar nefna Samtök um óháð Ísland, sem gáfu út blað sem hét Útvörður, ef ég man rétt. Hæglega hefði mátt gera lista með fleiri hundruð rökum með og fleiri hundruð rökum á móti EES samningnum. En umræðan var slöpp. Ennþá slappari er umræðan þó um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Þar hafa sárafá rök, með eða á móti, verið til umfjöllunar. Stjórnarsamstarfið er í hættu ef ég skil rétt; en fáir stjórnarliðar þora að tjá einlægar skoðanir sínar, þannig er flokksræði lýðveldisins Íslands orðið. En með hvaða rökum ætti Ísland að sækja um aðild að ESB, leyfist mér að spyrja? Er það til að taka upp nýjan gjaldmiðil, sem tekur óratíma fyrir Ísland, eða til þess að flytja inn ódýrari matvæli, sem er úrelt sjónarmið í ljósi atburða haustsins? Eða til að yfirþjóðlegt vald leysi af hólmi duglausa stjórnmálamenn? Eða hvað? Ég tek ofan af fyrir þeim sem reyna að gera lista um kosti og galla í svo stóru máli sem þessu. Þá fyrst má eiga upplýstar og yfirvegaðar umræður um kosti og galla. Ég tel að þetta hljóti að verða þverpólitískt mál og að það eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu með það eftir góðan undirbúning.
Stjórnmál og samfélag | 22.12.2008 | 09:47 (breytt 2.1.2009 kl. 12:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stjórnmál og samfélag | 16.12.2008 | 11:48 (breytt kl. 11:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | 29.11.2008 | 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afskriftir bankanna á kröfum til stjórnenda og lykilstarfsfólks sem keypti hlutabréf í bönkunum verða ekki liðnar. Sama hvaða nöfnum menn vilja kalla það er þar um ósiðlegt athæfi að ræða og ólöglegt. Þeir sem skipta búum gömlu bankanna eru í öllum rétti til að rifta þessum málamyndargerningum. Enda sér það hvert smábarn að efnað fólk sem skuldar vegna hlutabréfakaupa á sinni eigin kennitölu er betri trygging fyrir greiðslum heldur en einkahlutafélag á nöfnum viðkomandi, sem stofnað hefur verið með 100 þús króna takmarkaðri ábyrgð. Ég sætti mig ekki við þjófnað og lýsi eftir stjórnmálamanni með bein í nefinu til að taka á þessu máli. En það virðist tefja málið hve margir stjórnmálamenn tengjast spillingunni með einum eða öðrum hætti. Vonandi finnst einhver sem ekki þarf að vernda fjölskyldumeðlimi eða passa sinn ráðherrastól. Þá hefði kannski mátt treysta á fjölmiðlana, en það bætir ekki úr skák að þeir eru nær allir á sömu hendi! Spilling og samtrygging er nú að koma æ betur í ljós og þar eru komnar ærnar ástæður fyrir því að slíta stjórnarsamstarfi og sækja nýtt umboð til kjósenda.
Stjórnmál og samfélag | 5.11.2008 | 10:14 (breytt kl. 17:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | 1.11.2008 | 15:24 (breytt kl. 15:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í moldviðri síðustu daga keppast embættismenn og kjörnir fulltrúar við að þvo af sér bletti sem á þá falla. Eftirlitsiðnaðurinn í skrifræðinu sem við völdum okkur frá Brussel með EES samningnum, bendir á aðra, og aðrir benda á enn aðra. Allir eru stikkfrí og engin ber ábyrgð á neinu.
Umræðustjórnmál seinni tíma eru ekki að virka við núverandi aðstæður. Nú er lag að sigta út mestu blaðurskjóðunum og senda þær heim af þinginu. Aðeins huti af stjórnmálamönnunum virðast eiga samleið með þjóðinnni þessa októberdaga.
Hér eru e.t.v. komin merki þess að fjórflokka kerfi Jónasar frá Hriflu sé loksins úr sér gengið. Alla vega má vona að einhverjir finnist með bein í nefinu til að leiða þjóðina á réttari brautir en hin bláeygu og rænulausu/grunlausu stjórnvöld hafa valið fyrir okkur.
Og nú vantar þjóðina peninga til að borga ábyrgðir sem þegnar þessa lands voru í án þess að vita af því. Útrásarvíxillinn hefur fallið á komandi kynslóðir. Ráðamenn sögðu að ríkissjóð skulda lítið. En þeir hafa þá gleymt að reikna með þessum risaábyrgðum, eða hvað?
En vill einhver lána Íslandi? Rússar hafa sennilega ekki nægjanlega góða ástæðu til að lána Íslendingum fjóra milljarða evra, eftir að þjóðin komst ekki að í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna.
Nú þegar hefur verið leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um mögulega lánafyrirgreiðslu en ekkert er enn komið út úr þeim viðræðum. Ísland er ekki eina þjóðin sem leitað hefur á náðir sjóðsins því Úkraínumenn eru þegar komnir með vilyrði fyrir 14 milljarða dala láni.
Stjórnmál og samfélag | 18.10.2008 | 11:39 (breytt kl. 14:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í lok júlímánaðar felldi umhverfisráðherra úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í febrúar um að ekki þurfi að meta umhverfisáhrif sameiginlega af öllum framkvæmdum tengdum álveri á Bakka við Húsavík.
Þetta kemur á óvart í ljósi þess að í apríl á þessu ári hafnaði sami ráðherra kröfu Landverndar um að fella ákvörðun Skipulagsstofnunar úr gildi. Ráðherrann hafnaði í apríl kröfu Landverndar á þeim forsendum að matsferlið væri komið of langt, en kúventi svo afstöðu sinni í lok júlí.
Nú mun þurfa að meta umhverfisáhrif á öllu í senn; álverinu, Þeistareykjavirkjun, Kröfluvirkjun II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur. "Lengir ferlið um nokkrar vikur eða mánuði", segja sumir. En það veit enginn, því umhverfismat hefur ekki verið gert áður með þessum hætti í landinu.
Ég skil þetta ekki og lét segja mér fréttirnar þrisvar. Alla vega passar þetta ekki við afstöðu sama stjórnvalds t.d. til álvers í Helguvík. Er hér verið að gera upp á milli byggðalaga eða kjördæma? Pólitík og stefnumál t.d. um hið "fagra Ísland" eru eitt; þá kippir enginn sér upp við ósamræmi milli missera. Embættisfærsla framkvæmdavaldsins í landinu er annað. Þar skal gæta jafnræðis, heilinda og festu. Þetta er því grafalvarlegt mál.
Stjórnmál og samfélag | 3.8.2008 | 14:10 (breytt 8.8.2008 kl. 12:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Helgi Seljan átti "viðtal" við borgarstjóra Ólaf F. Magnússon í gær. Tilsvör borgarstjóra komust sjaldnast til skila vegna frammíkalla sjónvarpsþáttastjórnandans Helga. Það var Vilmundur Gylfason, blessuð sé minning hans, sem þótti spyrja heldur hvasst í byrjun 8. áratugarins og sýna ráðamönnum ónóga virðingu. Það reyndist tímabært þá og allir eru barns síns tíma. Síendurteknar spurningar og frammíköll Helga Seljan í gær er aðferð sem hann hefur áður beitt, en spyrja má hvort tilgangurinn sé af pólitískum toga! Sá sem tekur viðtal veit ekki hvert það leiðir og annar aðilinn á ekki að ráða niðurstöðunni. Sífelld frammíköll og endurtekningar sömu spurningar eiga ekki heima í "viðtali". Frekar í þriðju gráðu yfirheyrslu þar sem reynt er að trufla "viðmælandann" þannig að hann á endanum segi eitthvað í áttina við það sem til stóð að veiða upp úr honum.
Helgi Seljan var fyrir stuttu sýknaður í meiðyrðamáli vegna umfjöllunar um meintan þátt Jónínu Bjartmarz í veitingu ríkisborgararéttar, en siðanefnd Blaðamannafélags Íslands fordæmdi vinnubrögð Helga. Reyndar skil ég dóm héraðsdóms þannig að sjónvarpsmaðurinn hafi verið löglega siðlaus og bíð eftir umfjöllun í Hæstarétti því enn hefur ekki tekist að afsanna að verið sé að nota kastljósið í pólitískum tilgangi. En ég verð hugsi í hvert sinn sem þessi fyrrum kosningastjóri Samfylkingarinnar fjallar um hin pólitísku mál á þeim vettvangi.
Stjórnmál og samfélag | 31.7.2008 | 14:39 (breytt kl. 14:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Meirihluti kjósenda er fylgjandi sameiningu Þingeyjarsveitar og Aðaldals. Úrslitin eru afgerandi í báðum sveitarfélögunun. Meira afgerandi en þau voru í nóvember síðastliðnum þegar niðurstaðan var efnislega hin sama. Þá var líka kosið um aðild Skútustaðahrepps, en lýðræðisleg niðurstaða Mývetninga var að taka ekki þátt.
Það er orðið brýnna í seinni tíð að fámenn sveitarfélög sameinist og verði þannig hæfari til að taka að sér verkefni og halda uppi þjónustu. Hið nýja sveitarfélag telur um 1.000 íbúa og bundnar eru vonir við að sveitarfélag af þeirri stærðargráðu skili íbúunum betra samfélagi. Um málefni nýja sveitarfélagsins verður örugglega mikil umræða næstu tvo mánuði fram að sveitarstjórnarkosningum. Sameiningin skapar ný tækifæri og það er íbúanna að nýta þau.
![]() |
Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit sameinast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.4.2008 | 10:25 (breytt kl. 10:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar ákvað á dögunum að ganga aftur til kosninga um hvort eigi að sameinast Aðaldælahreppi. Aftur og nýbúnir eiga íbúarnir að taka afstöðu til sama máls. Það var í nóvember síðastliðnum sem þeir veittu sveitarstjórnarmönnum umboð til að sameina þessi sveitarfélög. Þá fór fram leynileg lýðræðisleg kosning og meirihlutinn vildi sameina. Þá var líka kosið um aðild Skútustaðahrepps, en lýðræðisleg niðurstaða Mývetninga var að taka ekki þátt.
En nú virðist minnihlutinn ráðskast með meirihlutann frá í íbúakosningunum í nóvember 2007. Það sjá allir sem kynna sér 91. grein sveitarstjórnarlaga númer 45 frá 1998. Heimild til sameiningar fékkst í nóvember því 2/3 sveitarfélaganna samþykktu tillöguna. Og í þeim sveitarfélögum sem samþykktu búa a.m.k. 2/3 íbúa sem kusu.
Íbúar Þingeyjarsveitar hafa nú orðið fyrir þeirri ólýðræðislegu reynslu að atkvæði þeirra í leynilegri íbúakosningu var gert ónýtt með ákvörðun sveitarstjórnar um að kjósa aftur. Það er sem sagt ekki meirihlutinn sem ræður, heldur minnihlutinn! Ekki er vitað hvað þarf að kjósa oft svo minnihlutinn sætti sig við vilja meirihlutans.
Stjórnmál og samfélag | 15.3.2008 | 10:07 (breytt kl. 10:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá