Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ég var nokkuð langt niðri á tímabili, en sótti mér viðeigandi aðstoð og aðhlynningu til að sigrast á þessum veikindum. Þúsundir Íslendinga lenda í svipuðum erfiðleikum á hverju ári, en snúa fullfrískir aftur út í samfélagið." segir Ólafur í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í 24 stundum í dag.
Af hverju sjá pólitískir andstæðingar og fjölmargir fordómafullur íslendingar ástæðu til persónulegra árása af þessu tilefni. Hefðu þeir pískrað í hverju horni og málað skrattann á vegg ef Ólafur hefði verið fótbrotinn? Og hefðu ungliðahreyfingar flokkana galað sig hása á áhorfendapöllum Ráðhússins í von um að rífa upp brjósklos t.d.? Það var lágkúra ef tilgangurinn var sá að taka Ólaf F á taugum í ljósi sjúkdómasögunnar. Voru óvægnir fordómar samélagsins þarna í sinni birtingarmynd?
Þetta rifjar upp fyrir mér að eitt sinn fyrirfór sér maður í litlu sjávarplássi á Íslandi. Bréfið sem hann skildi eftir sig og minningargreinar helstu vina hans skáru úr um að hann þjáðist af þunglyndi. Ég kynnti mér málið og í ljós kom að nokkrir raunverulegir vinir mannsins höfðu mælst til þess að hann leitaði sér lækninga við þunglyndinu. Þeir voru þó mun fleiri í kringum hinn sjúka sem vöruðu við slíku. Fordómar þjóðfélagsins í garð þeirra sem leituðu sér lækninga út af þvílíkum kvillum væru óbærilegir, að þeirra sögn. Nú jæja, hverjir voru þá réttsýnir. Jú, minnihlutinn í því máli. Því miður.
Stjórnmál og samfélag | 26.1.2008 | 12:58 (breytt kl. 13:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér var sögð saga af kempunni Jónasi frá Hriflu. Alþingismanni framsóknar fannst sér misboðið og hótaði í ræðustól þingsins að segja af sér. Heyrðist þá Jónas tauta: "Hmm, Ö hmm, já má þá treysta því?" Þingmaðurinn stóð ekki við stóru orðin. Ekki var sömu sögu að segja af hótun Björns Inga Hrafnssonar í síðustu viku. Guðni formaður gekk á eftir honum og til þes urðu fleiri háttsettir í framsókn. En allt kom fyrir ekki. Nú hefur Björn Ingi sagt af sér. Ekki batnar það og enga trú hef ég á því að Guðjón Ólafur bjargi málum. Fráleit vinnubrögð af hans hálfu sína e.t.v. að flokkur sem m.a. byggði á hugmyndum um öfgalausa pólitík á miðjunni og samvinnu fólks hefur týnt málefnum sínum. Allt snýst nú um persónur og leikendur. Ef hin málefnalega pólitík framsóknar er týnd er hætt við því að flokkurinn verði ekki 100 ára.
Stjórnmál og samfélag | 24.1.2008 | 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú standa yfir kynningarfundir vegna sameiningakosninga í þremur sveitarfélögum í Suður-Þingeyjarsýslu. Sveitarfélögin eru Aðaldælahreppur, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit. Eins og við mátti búast sýnist sitt hverjum. Íbúar á öllu þessu svæði munu vera 1500-1600 talsins. Tvær helstu breytingar sem von er á á svæðinu eru álver á Bakka við Húsavík og göng undir Vaðlaheiði. Að mínu mati eru einmitt 3 atriði sem ráða mestu um að snúa neikvæðri búsetuþróun á landsbyggðinni við. Þau eru: 1) Atvinnuuppbygging, 2) Hefðbundnar samgöngur og 3) Netið og upplýsingatækni, sem kalla má samgöngur 21. aldarinnar.
Hið síðasttalda atriði hefur ekki fengið nægilegt vægi hingað til, sem gæti skýrst af því að kynslóðin sem er við völd í dreifbýlinu hefur ekki alist upp við þessa tækni, en yngri kynslóðin er flutt burt. Helsta ástæða þéttbýlismyndunar á 20. öldinni var sú að vinnuafl vantaði í fiskvinnslu og sjávarútveg út við ströndina á sama tíma og tæknin leysti þreyttar hendur af hólmi í landbúnaði. Nú er mikið vatn runnið til sjávar og vinnuframlag, verslun, þjónusta og menntun fer í auknum mæli fram á Netinu. Þar liggja tækifæri dreifbýlsins. Að fólk kjósi að lifa í náttúrulegu umhverfi en ekki manngerðu og geti rekið erindi sín, stundað vinnu eða nám í gegnum Netið. Það kemur að því að þetta "trend" lyftir dreifbýlinu til vegs og virðingar á ný.
Stjórnmál og samfélag | 9.11.2007 | 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í blaðaviðtali segir Jón Sigurðsson, fv. ráðherra, að atburðarásin í Orkuveitumálinu þar sem borgin féll skrifist á fljótfærni og reynsluleysi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Jón lætur hafa eftir sér að: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa látið tilfinningar og skapsmuni hlaupa með sig í gönur... þetta er bernskt, vanþroskað upphlaup og vandræðalegt orðagjálfur. Þeir eru í uppnámi og verður áreiðanlega fyrirgefið það.... Þetta er gott fólk sem líður illa. Við vorkennum því." Þetta er raunsönn lýsing hjá Jóni, en þarna fá sjálfstæðismenn kaldari kveðjur frá Jóni en fyrir alþingiskosningarnar í vor . Að mínu mati var Jón Sigurðsson frambærilegri en flestir eða allir frambjóðendur í Reykjavík. En hann mátti aðgreina Framsókn betur frá Sjálfstæðisflokknum. Hann gerði ekki nóg til að skerpa félagslegu hliðarnar þá 9 mánuði sem hann var formaður Framsóknar í aðdraganda alþingiskosninga. Nú sér hver maður að þá átti Jón auðvitað að gera það sem Björn Ingi gerði í síðustu viku; að venda flokknum í átt til félagshyggju. Ef Jón hefði lagst á vinstri arminn fyrir kosningar væri pólitíska landslagið meira í átt til samvinnu, en græðginnar sem einkennir það í dag. Auk þess hefði Jón hlotið örugga kosningu sjálfur.
Stjórnmál og samfélag | 18.10.2007 | 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju var Geir H. Haarde svona hissa á framkomu Björns Inga við Vilhjálm þegar hann sleit meirihlutanum í borginni? Er ekki rétt munað hjá mér að hann hafi sjálfur breytt eins gagnvart Jóni Sigurðssyni eftir alþingiskosningarnar í vor?
Stjórnmál og samfélag | 12.10.2007 | 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Siðanefnd blaðamannafélagsins komst að þeirri niðurstöðu að Helgi Seljan hafi brotið alvarlega af sér í starfi í umfjöllun sinni um "Jónínumálið".
Forsvarsmenn Kastljóssins halda þó áfram að berja höfðinu við steininn og mótmæla dómnum eins og ungdómnum er kennt að gera ekki. Hættið að deila við dómarann og standið upp úr sætum dómara hjá dómstól götunnar. Reynið heldur að læra af þessu máli.
Þessi umfjöllun fyrrverandi kosningastjóra Samfylkingarinnar, sem nú hefur verið staðfest að hafi verið alvarlegt bort, hefur líklega kostað Framsókn meira en þau 300 atkvæði sem þurfti til að koma Jóni Sigurðssyni á þing.
Það verður því fróðlegt að sjá viðbrögð stjórnar RÚV ohf og ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins við þessari niðurstöðu. Páll Magnússon taldi ekkert óeðlilegt við umfjöllunina og varði sína menn og ber auðvitað endanlega ábyrgð á því sem í sjónvarpinu birtist.
Stjórnmál og samfélag | 20.6.2007 | 10:18 (breytt kl. 10:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | 7.6.2007 | 10:18 (breytt kl. 10:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | 23.5.2007 | 11:44 (breytt kl. 12:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stjórnmál og samfélag | 22.5.2007 | 00:11 (breytt 23.5.2007 kl. 12:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | 17.5.2007 | 15:04 (breytt 23.5.2007 kl. 12:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Strandaglóparnir komast að óbreyttu heim í kvöld
- Erfiður vetur og veikindi enn mikil
- Stútur reyndi að snúa við á ölvunarpósti
- Þjóðin öll upplifði hann sem vin sinn
- Tvennt handtekið vegna líkamsárásar á Ísafirði
- Fótboltastrákar urðu að strandaglópum í Barselóna
- Ljósið vinnur alltaf gegn myrkrinu
- Byggðakvótinn margfaldast og lifir enn