Breytist búsetuþróun með upplýsingatækni?

Nú standa yfir kynningarfundir vegna sameiningakosninga í þremur sveitarfélögum í Suður-Þingeyjarsýslu.  Sveitarfélögin eru Aðaldælahreppur, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit.  Eins og við mátti búast sýnist sitt hverjum.  Íbúar á öllu þessu svæði munu vera 1500-1600 talsins.  Tvær helstu breytingar sem von er á á svæðinu eru álver á Bakka við Húsavík og göng undir Vaðlaheiði.  Að mínu mati eru einmitt 3 atriði sem ráða mestu um að snúa neikvæðri búsetuþróun á landsbyggðinni við.  Þau eru:  1) Atvinnuuppbygging, 2) Hefðbundnar samgöngur og 3) Netið og upplýsingatækni, sem kalla má samgöngur 21. aldarinnar. 

Hið síðasttalda atriði hefur ekki fengið nægilegt vægi hingað til, sem gæti skýrst af því að kynslóðin sem er við völd í dreifbýlinu hefur ekki alist upp við þessa tækni, en yngri kynslóðin er flutt burt.   Helsta ástæða þéttbýlismyndunar á 20. öldinni var sú að vinnuafl vantaði í fiskvinnslu og sjávarútveg út við ströndina á sama tíma og tæknin leysti þreyttar hendur af hólmi í landbúnaði.  Nú er mikið vatn runnið til sjávar og vinnuframlag, verslun, þjónusta og menntun fer í auknum mæli fram á Netinu.  Þar liggja tækifæri dreifbýlsins.  Að fólk kjósi að lifa í náttúrulegu umhverfi en ekki manngerðu og geti rekið erindi sín, stundað vinnu eða nám í gegnum Netið.  Það kemur að því að þetta "trend" lyftir dreifbýlinu til vegs og virðingar á ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband