Elsta húsið í bænum

Rotaryfélagi minn í Neskaupstað sagði oft söguna um það þegar rífa átti elsta húsið í bænum. Mótmæli komu fram en bæjarstjórinn blés á það með þessum rökum: "Það verður þá bara eitthvað annað hús elsta húsið í staðinn".  Þetta mun hafa verið um miðbik síðustu aldar.  Sagan kom upp í hugann í gær þegar ég sá frétt á mbl.is með mynd af því þegar verið var að flytja eitt af allra elstu húsunum á Selfossi á brott úr miðbænum.  Það var byggt árið 1928 en þurfi að víkja fyrir nýju skipulagi.  Þetta var samkvæmt fréttinni sjöunda húsið sem byggt var á Selfossi.  En... "það verður bara eitthvað annað hús elsta húsið í miðbænum í staðinn".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband