Ég tók lokapróf mitt í því að breyta um lífstíl um Verslunarmannahelgina. Nú er að setja sér ný markmið. Breytingin á lífstílnum fólst í agaðra mataræði og stóraukinni hreyfingu. Það var sjúkaþjálfari í hlutverki einkaþjálfara sem lagði línurnar fyrir mig fyrir tveimur árum og 22 kílóum. Barðsneshlaupið, 27 km torfæruhlaup um þrjá firði á Austurlandi, var markmiðið leynt og ljóst en það er óráðlegt að leggja í slíkt erfiði berandi of mörg aukakiló, auk þess sem þjálfa þarf vöðva hér og þar sem verið hafa í afslöppun í áratugi. Skemmst er frá því að segja að ég skemmti mér vel og Barðsneshlaupið stóð undir væntingum. Þátttakendur voru um 40, þar af nokkrir fyrrum samstarfsmenn mínir á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, þ.á.m. þrír læknar, og ýmsir kunningjar úr Fjarðabyggð. Á fyrrum vinnustað mínum FSN fékk ég þessa ágætu hugmynd að breyta um lífsstíl til að koma í veg fyrir menningarsjúkdóma vesturlandabúa; en bara með því að minnka kviðfitu dregur úr líkum á nokkrum þeirra. Þetta mættu fleiri hugsa um og endurhæfa sjálfa sig með leiðsögn fagfólks.
Flokkur: Lífstíll | 7.8.2007 | 09:54 (breytt kl. 09:57) | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.