Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Skagamenn eru á góðri leið í efstu deild karla. Sérstaklega hefur gengið vel um miðbik keppninnar. Á sama tíma eru Keflvíkingar heillum horfnir. Ég er að velta því fyrir mér hvort atvikið umdeilda þegar Bjarni skoraði "óvart" fyrir ÍA á móti þeim í byrjun júlí sitji i þeim. Það virðist hafa orðið vendipunktur fyrir ÍBK, en ég minnist þess að liðið var frábærlega spilandi í fyrstu leikjum mótsins. Síðan þetta slysamark var sett gegn ÍBK hafa þeir varla fengið stig. Getur verið að þetta eina atvik skýri hrun Keflvíkinga?
Íþróttir | 31.8.2007 | 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lífstíll | 16.8.2007 | 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Barðsneshlaupið var rúmlega hálfnað. Ég var á hlaupum, að því er mér fannst, í Búlandinu eftir að hafa klöngrast niður Götuhjallann ógurlega. Götuhjallinn er í 200 metra hæð yfir sjó og á köflum er um einstigi að fara þannig að leiðin er ekki fyrir lofthrædda. Á þessum slóðum þurfti ég að fara ofan í fjölmarga smálæki sem runnu úr brattri hlíðinni, stikla á steinum og stíga svo upp úr á hinum bakkanum. Reyndist þetta mér mikið erfiði. Þar sem ég var staddur ofan í einum þessara skorninga er slegið laust á bakið á mér og ég lít upp. Sé ég þá nánast undir skósólana á "Norðfirðingnun þindarlausa" Þorbergi Jónssyni, sem hefur verið ósigrandi í Barðsneshlaupinu þau ár sem hann hefur tekið þátt. Það var þá sem mér fannst ég ekki vera að hlaupa lengur; þegar ég horfði á eftir þessum glæsilega 25 ára gamla íþróttamanni þar sem hann fór í loftköstum eftir Búlandinu. Hann klöngraðist ekki yfir árfarvegi heldur tók undir sig stökk, 2ja og 3ja metra löng ábyggilega - og mér fannst sem ég stæði kyrr. Þorbergur ásamt nokkrum afburðahlaupurum hafði verið ræstur klukkutíma seinna en hinir, slíka yfirburði hefur hann í þessu hlaupi. Hann mun hafa bætt brautarmetið úr rétt rúmum 2 klst í 1 klst og rúmar 57 mínútur í þessu hlaupi. Glæsileg tilþrif sem gaman var að vera vitni að.
Lífstíll | 7.8.2007 | 10:12 (breytt kl. 10:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég tók lokapróf mitt í því að breyta um lífstíl um Verslunarmannahelgina. Nú er að setja sér ný markmið. Breytingin á lífstílnum fólst í agaðra mataræði og stóraukinni hreyfingu. Það var sjúkaþjálfari í hlutverki einkaþjálfara sem lagði línurnar fyrir mig fyrir tveimur árum og 22 kílóum. Barðsneshlaupið, 27 km torfæruhlaup um þrjá firði á Austurlandi, var markmiðið leynt og ljóst en það er óráðlegt að leggja í slíkt erfiði berandi of mörg aukakiló, auk þess sem þjálfa þarf vöðva hér og þar sem verið hafa í afslöppun í áratugi. Skemmst er frá því að segja að ég skemmti mér vel og Barðsneshlaupið stóð undir væntingum. Þátttakendur voru um 40, þar af nokkrir fyrrum samstarfsmenn mínir á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, þ.á.m. þrír læknar, og ýmsir kunningjar úr Fjarðabyggð. Á fyrrum vinnustað mínum FSN fékk ég þessa ágætu hugmynd að breyta um lífsstíl til að koma í veg fyrir menningarsjúkdóma vesturlandabúa; en bara með því að minnka kviðfitu dregur úr líkum á nokkrum þeirra. Þetta mættu fleiri hugsa um og endurhæfa sjálfa sig með leiðsögn fagfólks.
Lífstíll | 7.8.2007 | 09:54 (breytt kl. 09:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lífstíll | 1.8.2007 | 16:13 (breytt 7.8.2007 kl. 10:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rotaryfélagi minn í Neskaupstað sagði oft söguna um það þegar rífa átti elsta húsið í bænum. Mótmæli komu fram en bæjarstjórinn blés á það með þessum rökum: "Það verður þá bara eitthvað annað hús elsta húsið í staðinn". Þetta mun hafa verið um miðbik síðustu aldar. Sagan kom upp í hugann í gær þegar ég sá frétt á mbl.is með mynd af því þegar verið var að flytja eitt af allra elstu húsunum á Selfossi á brott úr miðbænum. Það var byggt árið 1928 en þurfi að víkja fyrir nýju skipulagi. Þetta var samkvæmt fréttinni sjöunda húsið sem byggt var á Selfossi. En... "það verður bara eitthvað annað hús elsta húsið í miðbænum í staðinn".
Dægurmál | 1.8.2007 | 16:01 (breytt 2.8.2007 kl. 09:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá