Færsluflokkur: Dægurmál

Viðhorf til innlendrar matvælaframleiðslu

Hvað eru matvæli stór liður í útgjöldum íslenskra fjölskyldna? Spurði mig hagfræðingur á dögunum.  Ég giskaði á 17%, en svarið var 12%  Þar af er innlend landbúnaðarframleiðsla tíund eða rúmlega 1% af öllum útgjöldum íslenskra heimila.  En viðhorf gagnvart bændum og innlendri framleiðslu hefur verið neikvætt. Neytendasamtökin hafa talið brýnt að flytja inn matvöru til að lækka heimilisútgjödlin.  Og var ekki frumvarp frá landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra um innflutning landbúnarðarvara? Ég velti því fyrir mér hvort breyting hafi orðið á viðhorfi nú þegar innfluttar matvörur hafa hækkað gríðarlega í verði.  


Fuglaskoðun í gömlu fundahúsi

FlórgoðinnHugmyndir eru uppi um að gera aðstöðu til fuglaskoðunar í gamla fundahúsinu við Víkingavatn.  Það voru félagsmenn í Ungmennafélagi sveitarinnar sem reistu þetta hús árið 1924, en síðustu áratugi hefur því vantað hlutverk - að mestu.  Þar hafa safnast saman hlutir sem ekki má henda og hefur það nú verið staðfest af fulltrúum ferðamála og fleirum skilst mér; ... að þaðan megi alls ekki henda neinu nema það sé fyrst skoðað af fólki sem getur forðað menningarverðmætum frá því að  fara á haugana. 

Fuglaðskoðun í húsi með sögu og safngripum!  Er það unga fólkið sem fær svo frjóar hugmyndir? Nei, það er Þórarinn bóndi í Vogum, á áttræðisaldri sem sótti námskeið í Þistilfjörð um sprotafyrirtæki á vegum símenntunarstöðva, vegna þess að á þeim kvöldum sem hann átti styttra að fara á sama námskeið til Húsavíkur, voru kóræfingar í karlakórnum. 

Þessi skapandi hugmynd vekur áhuga minn vegna þess að fuglalíf við Víkingavatnið er fjölskrúðugt og ekki myndi spilla að skoða tilhugalíf og lífsbaráttu fuglanna í þar til gerðum  kíkjum og græjum í fornu fundarhúsi, uppgerðu.  Ég stoppaði við vatnið í nokkrar mínútur um Hvítasunnuna og þekkti þar lóm, skarf, gæsir, endur, hettumáf, kríu, hrossagauk, stelk, lóu og maríuerlu að ógleymdum einum flórgoða.  Ég held að fuglaskoðun sé hin besta skemmtun með réttum græjum.


Þemadagar með Tónkvísl

tema08[1] dorg

Sunnudaginn 17. febrúar fór fram söngvakeppni Framhaldsskólans á Laugum og jafnfram söngvakeppni nokkurra af grunnskólunum á Norðurandi Eystra.  Það var mikil upplifun að vera viðstaddur og sjá hve faglega var staðið að tónlistarflutningi og allri umgjörð keppninnar.  28 keppendur stigu á sviðið og kepptu í 17 atriðum.  Nánar á www.laugar.is

Mikið var um að vera á Laugum síðustu dagana því námskeið voru í fullum gangi á meðan  aðstandendur ,,Tónkvíslarinnar" unnu myrkranna á milli við lokafrágang. Tónlistarmenn, tæknimenn og keppendur æfðu sig en á meðan aðrir sóttu námskeiðin.  Nokkrir fóru í fjós, aðrir unnu að glerlist og grímugerð, sumir svitnuðu í karate meðan aðrir fóru í silungsveiði á Vestmannsvatn og glæsidömur sáust á ferli í nágrenni við snyrtinámskeiðið.

Mánudagur 18.02. var svo lokadagur þemadaganna. Á dagskrá voru félagsmál, hannyrðir, förðun og snyrting og útivist og ferðamennska.  Þemadögum lauk með þorrablóti um kvöldið.

 


Gleðilegt ár og gott skaup

Gleðilegt ár!  Skaupið var fínt.  Leikstjórinn stóð sig ágætlega.  Greinilega vanur maður.  T.d. var tempóið rólegt í upphafi til að geta bætt í seinni hlutann.  Auglýsingin fór nærri framhjá mér.  Segi bara eins og gamli maðurinn sem keypti sér líftryggingu fyrir flugferð og lenti svo heilu og höldnu: "Þar fóru milljónir fyrir lítið". (Það var reyndar hundraðkall í hans tilfelli, enda langt síðan).   En það er gömul saga og ný að þeir sem eru í góðu skapi á gamlárs upplifa skaupið skemmtilegt, en hinir neikvæðari/þreyttari sjá ekki spaugilegu hliðarnar. Gagnrýni á skaupið má oft lesa í því ljósi. 


Bloggárinu að ljúka

Þá er bloggárinu að ljúka.  Eins og glöggur maður sagði þá kemur það aldrei aftur til baka.  Ég byrjaði að blogga í aðdraganda kosninga, en hef ekki enn komist á almennilegt flug.  Til þess þarf maður að bæta vinum inn á síðuna og helst tjá sig um fréttir á mbl.is.  Það er víst leiðin til að auglýsa sig upp.  En ég er ekki hættur enn.  Góðir hlutir gerast hægt og mér líst vel á mig hér í Bloggheimum.  Bloggið er komið til að vera og á bara eftir að þróast til betri vegar.  Gleðilegt nýtt bloggár.


Elsta húsið í bænum

Rotaryfélagi minn í Neskaupstað sagði oft söguna um það þegar rífa átti elsta húsið í bænum. Mótmæli komu fram en bæjarstjórinn blés á það með þessum rökum: "Það verður þá bara eitthvað annað hús elsta húsið í staðinn".  Þetta mun hafa verið um miðbik síðustu aldar.  Sagan kom upp í hugann í gær þegar ég sá frétt á mbl.is með mynd af því þegar verið var að flytja eitt af allra elstu húsunum á Selfossi á brott úr miðbænum.  Það var byggt árið 1928 en þurfi að víkja fyrir nýju skipulagi.  Þetta var samkvæmt fréttinni sjöunda húsið sem byggt var á Selfossi.  En... "það verður bara eitthvað annað hús elsta húsið í miðbænum í staðinn".


Mærudagar

Það eru Mærudagar í gangi á Húsavík þessa vikuna, en þeir hafa því miður verið nefndir Húsavíkurdagar og/eða Sænskir dagar.  Orðið Mæra var notað á Húsavík fyrir sælgæti eða nammi.  Það færi vel á því að halda þessu sér-Húsvíska orði á lofti með því að nota það oftar.  Það var að mínu mati ekki nógu gott að hætta að nota Mæru-nafnið á þessum dögum.  Sænsku dagana má halda sérstaklega, en Mærudagar eiga að fá að halda sér. 

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband