Fordómar undir yfirskyni aulafyndni

Af gefnu tilefni rifjaði ég upp nokkur atriði varðandi fordóma. Fæstum
er gefið að tala niðrandi til náunga síns og hæðast að honum, enda á
það varla við nema í þröngum vinahópi.  Hann er vandmeðfarinn hinn
þröngsýni gálgahúmor því oft kemur hann upp um þekkingarleysi og
fordóma í garð þess sem háðinu er beint að. Fordómar eru bæði
hættulegir og særandi. Hættan felst í því að þeir geta farið að hafa
áhrif á hegðun þess sem fyrir verður og leitt til mismununar.
Einstaklingur sem dæmdur er út frá fyrirfram gefnum alhæfingum um
tiltekin hóp, er um leið sviptur möguleikanum á að sýna hver hann er í
raun og veru.  Sjálfsmyndin brotnar og líðan viðkomandi getur
versnað bæði á líkama og sál.  Fordómar eru því ekkert annað en
skaðleg vopn sem beitt er gegn heilsu fólks og veldur það vopn síst
minni skaða þó það sé notað með þröngsýna gálgahúmorinn að
yfirskyni.  Sá sem fyrir slíkri aulafyndni verður ætti að upplýsa
hinn ófyndna aula um skaðsemi háðsins og það sem að framan er ritað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband