Bernskubrek og félagshyggja á barnskóm

Í blaðaviðtali segir Jón Sigurðsson, fv. ráðherra, að atburðarásin í Orkuveitumálinu þar sem borgin féll skrifist á fljótfærni og reynsluleysi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks.  Jón lætur hafa eftir sér að: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa látið tilfinningar og skapsmuni hlaupa með sig í gönur...  þetta er bernskt, vanþroskað upphlaup og vandræðalegt orðagjálfur.  Þeir eru í uppnámi og verður áreiðanlega fyrirgefið það....  Þetta er gott fólk sem líður illa.  Við vorkennum því." Þetta er raunsönn lýsing hjá Jóni, en þarna fá sjálfstæðismenn kaldari kveðjur frá Jóni en fyrir alþingiskosningarnar í vor . Að mínu mati var Jón Sigurðsson frambærilegri en flestir eða allir frambjóðendur í Reykjavík.  En hann mátti aðgreina Framsókn betur frá Sjálfstæðisflokknum.  Hann gerði ekki nóg til að skerpa félagslegu hliðarnar þá 9 mánuði sem hann var formaður Framsóknar í aðdraganda alþingiskosninga.  Nú sér hver maður að  þá átti Jón auðvitað að gera það sem Björn Ingi gerði í síðustu viku; að venda flokknum í átt til félagshyggju.  Ef Jón hefði lagst á vinstri arminn fyrir kosningar væri pólitíska landslagið meira í átt til samvinnu, en græðginnar sem einkennir það í dag. Auk þess hefði Jón hlotið örugga kosningu sjálfur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband