Þögnin ein þrumar?

Athygli mína vekur hversu vel Jóhannes Sigurjónsson kemst frá deilum og viðkvæmum málum á Húsavík.  Í nær 30 ár er hann búinn að skrifa í litlu samfélagi og er snillingur í því að komast hjá ill- og eða ritdeilum með skrifum sýnum.  Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem ég beið eftir Skarpi í dag, föstudaginn 23. nóvember.  Ljósvakafjölmiðlarnir og blöðin höfðu alla vikuna sagt frá djúpstæðum ágreiningi kennara við skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík.  Ekkert birtist um málið á Skarpi.is, en í Skarpi sjálfum skrifar ritstjórinn með sínum lipra penna undir fyrirsögninni "Þögnin ein þrumar"; án þess að særa nokkurn meira en orðið er og án þess að bæta neinu við það sem þegar hefur komið fram.  Meining ritstjórans er alla vega skýr: Núna er ekki hægt þegja bara!  Þess má vænta að þögnin verði rofin, hvort sem það gerist í stjórnsýslunni eða fjölmiðlum.     

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband