Þingeysk þríþraut 9. ágúst 2008

Þingeysk þríþraut verður haldinn í 7. sinn þann 9. ágúst 2008.  Synt verður í hinni nýju 25 metra sundlaug á Laugum og hjólaðir 40 kílómetrar til Húsavíkur, þar sem hlaupnir verða 10 kílómetrar. Ef vindstyrkur verður of mikill úr norðri verður hjólað frá Laugum að Tjörn og til baka og svo hlaupinn "Sveitahringurinn" líka kallaður "Austurhlíðarhringurinn", sem er 10 kílómetrar. 

Ánægjulegt var að sjá á hlaupasíðunni www.hlaup.is er nú þegar búið að bóka Þingeysku þríþrautina.  Það sýnir að Þingeyingar eru komnir á blað með uppákomuna.  Vonandi tekst okkur forsvarsmönnum þessa ágæta íþróttaviðburðar vel upp í ár.  Í fyrra tóku afreksmenn þátt, en bæta mátti þáttöku almennings, sem var aðaltilgangurinn með þessum viðburði í upphafi. 

Íþróttagreinarnar þrjár eru almenningsíþróttir og hægt er að taka þátt í styttri vegalengdum eða keppa í liði, þar sem einn syndir, annar hjólar og sá þriðji hleypur.  Koma svo - Þingeyingar og aðrir landsmenn! Byrjið að æfa og breytið lífstílnum heilsunni í hag.  Skráið ykkur svo í þrautina á ykkar eigin forsendum...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband