Helgi Seljan löglegur en siðlaus?

Helgi Seljan átti "viðtal" við borgarstjóra Ólaf F. Magnússon í gær.  Tilsvör borgarstjóra komust  sjaldnast til skila vegna frammíkalla sjónvarpsþáttastjórnandans Helga.  Það var Vilmundur Gylfason, blessuð sé minning hans, sem þótti spyrja heldur hvasst í byrjun 8. áratugarins og sýna ráðamönnum ónóga virðingu.  Það reyndist tímabært þá og allir eru barns síns tíma.  Síendurteknar spurningar og frammíköll Helga Seljan í gær er aðferð sem hann hefur áður beitt, en spyrja má hvort tilgangurinn sé af pólitískum toga!  Sá sem tekur viðtal veit ekki hvert það leiðir og annar aðilinn á ekki að ráða niðurstöðunni.  Sífelld frammíköll og endurtekningar sömu spurningar eiga ekki heima í "viðtali".   Frekar í þriðju gráðu yfirheyrslu þar sem reynt er að trufla "viðmælandann" þannig að hann á endanum segi eitthvað í áttina við það sem til stóð að veiða upp úr honum. 

Helgi Seljan var fyrir stuttu sýknaður í meiðyrðamáli vegna umfjöllunar um meintan þátt Jónínu Bjartmarz í veitingu ríkisborgararéttar, en siðanefnd Blaðamannafélags Íslands fordæmdi vinnubrögð Helga.  Reyndar skil ég dóm héraðsdóms þannig að sjónvarpsmaðurinn hafi verið löglega siðlaus og bíð eftir umfjöllun í Hæstarétti því enn hefur ekki tekist að afsanna að verið sé að nota kastljósið í pólitískum tilgangi.  En ég verð hugsi í hvert sinn sem þessi fyrrum kosningastjóri Samfylkingarinnar fjallar um hin pólitísku mál á þeim vettvangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nú er ég ekki alveg sammála þér.    Mín skoðun er sú að pólitíkusar hafi of mikið getað vikist undan því að svara ýmsum málum.  Það er nánast sama hvaða dellu þeir finna upp á..... þeir þurfa ekki að svara fyrir nokkurn skapaðan hlut.  Því er ég persónulega örlítið hrifin af "ákveðni" Helga.  Það var alveg augljóst í þessum umrædda þætti að borgarstjóri ætlaði að babla langa rullu um ekki neitt - eða bara eitthvað sem honum þótti skemmtilegt.  Mér finnst þessi borgarstjóri gjörsamlega ...... ehhh  .... ekki góður.

Anna Einarsdóttir, 31.7.2008 kl. 15:00

2 Smámynd: Steini V

Ég verð að vera alveg sammála þér varðandi þennan yfirdrifna og hrokafulla spyrjanda, sem var með ólíkindum dónalegur, og sæmir ekki starfsmanni ríkisfjölmiðils og ætti að reka hann, sem ég myndi gera nú þegar ásamt Þórhalli. Ég vil taka fram að ég aðhyllist ekki sjálfstæðisflokkinn og hef nú ekki haldið með Ólafi en ég hrósa staðfestunni sem hann sýnir, aðrir mega taka það til athugunar hvað þeir segja og gera.

Steini V, 31.7.2008 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband