Venjulegt fólk í þríþraut á Laugum

thrithraut_sund.jpg23 þátttakendur voru í árlegri Þingeyskri þríþraut númer 7, sem haldin var í fjórða sinn á Laugum en þar áður þrisvar sinnum á Húsavík.  6 konur leystu þraut og 17 karlar.  12 þátttakendur voru af höfuðborgarsvæðinu, 6 frá Akureyri en 5 Þingeyingar.  Treglega hefur gengið að auka hlut Norðlendinga og þá sérstaklega Þingeyinga, en á sama tíma fjölgar þátttakendum að sunnan verulega.  Þríþrautarmeistari kvenna 2008 var María Ögn Guðmundsdóttir, Mosfellsbæ en hinn öflugi íþróttamaður Steinn Jóhannsson, Hafnarfirði, sigraði með fáheyrðum yfirburðum í karlaflokki.  Þórey Rósa Einarsdóttir, Reykjavík, var fljótust kvenna með hálfa þraut og Stefán Viðar Sigtryggsson, Kópavogi, stakk karlana af í hálfri þraut.  Tímarnir eru væntanlegir á www.hlaup.is

Í þríþrautinni má sjá þrautþjálfað keppnisfólk því nokkrir eru á leið til Þýskalands í næsta mánuði að keppa í járnkalli (ironman).  En svo eru líka trimmarar og fólk sem keppir bara við sjálft sig.  Reyndar var það svo í fyrstu þríþrautinni árið 2002 að fólk þurfti að biðja um tímatöku, en flestir létu sér nægja viðmiðið "lokið" og "ekki lokið".  Í þeim anda er þríþrautin okkar á Laugum.  Við viljum fá almenning til að taka þátt í sundi, hjólreiðum og hlaupum.  Eða eins og ágætur starfsmaður þríþrautarinnar sagði eftir að hafa fylgst með ánægðu fólki á besta aldri koma í mark.  "Ég hefði átt að vera með sjálf.  Hér er fullt af venjulegu fólki, en ekki bara keppnisfólk".  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband