Kemur ekki til greina að fara til baka á Laugum

lei_sagnarnam.jpgGrein um þróun skólastarfs á Laugum undanfarin ár birtist nýverið í veftímaritinu Netlu, tímariti um uppeldi og menntun sem kemur út hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.  Í greininni er fjallað um þróunarverkefni í Framhaldsskólanum á Laugum sem fengið hefur heitið "Sveigjanlegt námsumhverfi - persónubundin námsáætlun."  Markmið verkefnisins er m.a. að gera nemendur ábyrgari fyrir námi sínu.  Hefðbundnum kennslustundum hefur verið fækkað en þess í stað vinna nemendur samkvæmt einstaklingsbundinni áætlun í opnum vinnurýmum (vinnustofum) undir leiðsgögn kennara.  Áhersla er lögð á samfelldan skóladag og að nemendur geti lokið námi sínu að mestu á venjulegum vinnutíma.  Persónuleg leiðsögn við nemendur einkennir skólastarfið, sem og fjölbreyttar kennsluaðferðir, leiðsagnarmat og að nýta upplýsingatækni með markvissum hætti í náminu.  Vefritið má lesa á slóðinni www.netla.khi.is/greinar/2008/003/index.htm eða með því að opna word skjalið sem fylgir.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband