Græðgi og meðvirkni: Burt með spillingarliðið!

medmaeliAfskriftir bankanna á kröfum til stjórnenda og lykilstarfsfólks sem keypti hlutabréf í bönkunum verða ekki liðnar.  Sama hvaða nöfnum menn vilja kalla það er þar um ósiðlegt athæfi að ræða og ólöglegt.  Þeir sem skipta búum gömlu bankanna eru í öllum rétti til að rifta þessum málamyndargerningum.  Enda sér það hvert smábarn að efnað fólk sem skuldar vegna hlutabréfakaupa á sinni eigin kennitölu er betri trygging fyrir greiðslum heldur en einkahlutafélag á nöfnum viðkomandi, sem stofnað hefur verið með 100 þús króna takmarkaðri ábyrgð.  Ég sætti mig ekki við þjófnað og lýsi eftir stjórnmálamanni með bein í nefinu til að taka á þessu máli.  En það virðist tefja málið hve margir stjórnmálamenn tengjast spillingunni með einum eða öðrum hætti. Vonandi finnst einhver sem ekki þarf að vernda fjölskyldumeðlimi eða passa sinn ráðherrastól.  Þá hefði kannski mátt treysta á fjölmiðlana, en það bætir ekki úr skák að þeir eru nær allir á sömu hendi! Spilling og samtrygging er nú að koma æ betur í ljós og þar eru komnar ærnar ástæður fyrir því að slíta stjórnarsamstarfi og sækja nýtt umboð til kjósenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband