Hvenær er of vont veður til að fara út að hlaupa?

Ég kynntist Ingólfi Sveinssyni, geðlækni, þegar hann starfaði á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Einnig fylgdist ég með honum í Barðsneshlaupinu, sem fram fer ár hvert um verslunarmannahelgi á Neistaflugi.  Þess má geta að Barðsnes er æskuheimili Ingólfs. Ég hef fyrir löngu síðan sett mér það mark að taka þátt í þessu hlaupi.  Þessar síðustu vikur hefur verið frekar kalt og ekki alltaf spennandi að reima á sig hlaupaskóna til að fara út að hlaupa.  Þá minnist ég orða Ingólfs þegar við ræddum um sameiginlegt áhugamál, hlaupin; en hann sagði; "Þórir, hvenær er veður of vont til að fara út að hlaupa?"  Eftir nokkra umhugsun varð ég að viðurkenna fyrir bæði mér og honum að  það er víst hægt í nánast hvaða veðri sem er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þórir Aðalsteinsson
Þórir Aðalsteinsson

Bý á Laugum í Reykjadal og kenni við Framhaldsskólann á Laugum. Ég kýs heilbrigðan lífstíl og vil fordómalausa, en skelegga umræðu. 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • husavik
  • beint a hjolid
  • skogur
  • husavik
  • jlo2 jpg 475x600 sharpen q95[1]

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband