Skarpur, blað allra þingeyinga, greinir frá fólksfjöldaþróun í Þingeyjarsýslum á árinu 2007. Í anda jákvæðrar ritstjórnarstefnu blaðsins og óbilandi bjartsýni Þingeyinga á sjálfa sig (heimótti segja sumir); var greinin samanþjöppuð á næstöftustu vinstri síðu. Engin tilraun er gerð til þess að túlka tölurnar í fyrirsögn, enda er þróunin í sýslunni nær alls staðar neikvæð, nema kannski í þéttbýlinu á Laugum í Reykjadal þar sem fjölgaði um 8,2%. Íbúar stærsta sveitarfélagsins Norðurþings, sem nýverið var sameinað úr Húsavík, Reykjahverfi, Kelduhverfi, Kópaskeri og Raufarhöfn, eru nú 2.970 og með sömu þróun verða þeir orðnir jafnfáir og íbúar Húsavíkur einnar voru um 1980! Þingeyingum hefur fækkað um 2,1% á árinu, sem er meiri fækkun en verið hefur undanfarin ár. Þingeyingar eru nú einungis 4.964 talsins.
Nú má ekki bíða stundinni lengur eftir því að taka ákvörðun um álversframkvæmdir á Bakka með vistvænum orkugjöfum sýslunnar. Það er góð tímasetning einmitt nú þegar hagkerfið snýst hægar,hlutabréfin lækka og ekki má veiða fisk. En það síðasttalda, aflasamdráttur, hefur verið ein af meginskýringunum fyrir kreppum og samdrætti í efnahagslífi Íslendinga frá stofnun lýðveldisins. Hinar meginskýringarnar hafa verið olíuverðshækkanir og verðfall á mörkuðum fyrir fisk.
Koma svo. Sérstaklega ráðherrar samfylkingarinnar. Ákvörðunin um að styðja stóriðja en stoppa hana alls ekki er bæði réttari og léttari nú í ársbyrjun 2008.
Viðskipti og fjármál | 12.1.2008 | 17:35 (breytt 22.2.2008 kl. 13:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðilegt ár! Skaupið var fínt. Leikstjórinn stóð sig ágætlega. Greinilega vanur maður. T.d. var tempóið rólegt í upphafi til að geta bætt í seinni hlutann. Auglýsingin fór nærri framhjá mér. Segi bara eins og gamli maðurinn sem keypti sér líftryggingu fyrir flugferð og lenti svo heilu og höldnu: "Þar fóru milljónir fyrir lítið". (Það var reyndar hundraðkall í hans tilfelli, enda langt síðan). En það er gömul saga og ný að þeir sem eru í góðu skapi á gamlárs upplifa skaupið skemmtilegt, en hinir neikvæðari/þreyttari sjá ekki spaugilegu hliðarnar. Gagnrýni á skaupið má oft lesa í því ljósi.
Dægurmál | 3.1.2008 | 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er bloggárinu að ljúka. Eins og glöggur maður sagði þá kemur það aldrei aftur til baka. Ég byrjaði að blogga í aðdraganda kosninga, en hef ekki enn komist á almennilegt flug. Til þess þarf maður að bæta vinum inn á síðuna og helst tjá sig um fréttir á mbl.is. Það er víst leiðin til að auglýsa sig upp. En ég er ekki hættur enn. Góðir hlutir gerast hægt og mér líst vel á mig hér í Bloggheimum. Bloggið er komið til að vera og á bara eftir að þróast til betri vegar. Gleðilegt nýtt bloggár.
Dægurmál | 31.12.2007 | 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Garpurinn Jón Ármann Héðinsson hefur skrifað nokkuð á umræðuhorni Skarps (og e.t.v. víðar) um viðskiptatækifæri fyrir Þingeyinga. Nefnilega Heilbrigðisþjónustu fyrir offitusjúklinga og alla þá fjölmörgu íslendinga og vesturlandabúa sem hafa gengið nærri heilsu sinni með röngu mataræði og hreyfingarleysi. Auk offeitra mætti t.d. nefna hjarta- og lungnasjúklinga, sykursjúka og þunglynda. En mæli Garpurinn manna heilastur. Hann er gamall í árum talið en ungur í anda og sýn hans á möguleika héraðsins til að gera það gott í heilsutengdri ferðaþjónustu er skýr. Ég á ekki von á öðru en að "trendið" verði áfram í átt til heilbrigðs lífeyrnis, hreyfingar og hollustu. Ég tek undir það með Garpinum Jóni að þessi starfsgrein gæti veitt hundruðum manna vinnu og hundruðum þúsunda bætt lífsgæði. Þarna er viðskiptatækifæri sem á að skoða betur.
Lífstíll | 4.12.2007 | 15:00 (breytt 22.2.2008 kl. 13:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vísindi og fræði | 23.11.2007 | 11:58 (breytt kl. 11:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fræg er vísa Egils Jónassonar frá Húsavík um Raufarhöfn: "Farðu í rassgat Raufarhöfn" o.s.frv. Svipaða umsögn annars skálds fann ég á Netinu. Vísan heitir Reykjadalur og höfundurinn er Látra-Björg. Vona að birting hennar hafi ekki áhrif á afstöðu nokkurs kjósanda í sameiningarkosningum sveitarfélaganna Aðaldælahrepps, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar næstkomandi laugardag. Vísan er svona:
Reykjadalur er sultarsveit,
sést hann oft með fönnum,
ofaukið er í þeim reit
öllum frómum mönnum.
Látra-Björg
Ljóð | 15.11.2007 | 11:38 (breytt kl. 11:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú standa yfir kynningarfundir vegna sameiningakosninga í þremur sveitarfélögum í Suður-Þingeyjarsýslu. Sveitarfélögin eru Aðaldælahreppur, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit. Eins og við mátti búast sýnist sitt hverjum. Íbúar á öllu þessu svæði munu vera 1500-1600 talsins. Tvær helstu breytingar sem von er á á svæðinu eru álver á Bakka við Húsavík og göng undir Vaðlaheiði. Að mínu mati eru einmitt 3 atriði sem ráða mestu um að snúa neikvæðri búsetuþróun á landsbyggðinni við. Þau eru: 1) Atvinnuuppbygging, 2) Hefðbundnar samgöngur og 3) Netið og upplýsingatækni, sem kalla má samgöngur 21. aldarinnar.
Hið síðasttalda atriði hefur ekki fengið nægilegt vægi hingað til, sem gæti skýrst af því að kynslóðin sem er við völd í dreifbýlinu hefur ekki alist upp við þessa tækni, en yngri kynslóðin er flutt burt. Helsta ástæða þéttbýlismyndunar á 20. öldinni var sú að vinnuafl vantaði í fiskvinnslu og sjávarútveg út við ströndina á sama tíma og tæknin leysti þreyttar hendur af hólmi í landbúnaði. Nú er mikið vatn runnið til sjávar og vinnuframlag, verslun, þjónusta og menntun fer í auknum mæli fram á Netinu. Þar liggja tækifæri dreifbýlsins. Að fólk kjósi að lifa í náttúrulegu umhverfi en ekki manngerðu og geti rekið erindi sín, stundað vinnu eða nám í gegnum Netið. Það kemur að því að þetta "trend" lyftir dreifbýlinu til vegs og virðingar á ný.
Stjórnmál og samfélag | 9.11.2007 | 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vísindi og fræði | 1.11.2007 | 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í blaðaviðtali segir Jón Sigurðsson, fv. ráðherra, að atburðarásin í Orkuveitumálinu þar sem borgin féll skrifist á fljótfærni og reynsluleysi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Jón lætur hafa eftir sér að: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa látið tilfinningar og skapsmuni hlaupa með sig í gönur... þetta er bernskt, vanþroskað upphlaup og vandræðalegt orðagjálfur. Þeir eru í uppnámi og verður áreiðanlega fyrirgefið það.... Þetta er gott fólk sem líður illa. Við vorkennum því." Þetta er raunsönn lýsing hjá Jóni, en þarna fá sjálfstæðismenn kaldari kveðjur frá Jóni en fyrir alþingiskosningarnar í vor . Að mínu mati var Jón Sigurðsson frambærilegri en flestir eða allir frambjóðendur í Reykjavík. En hann mátti aðgreina Framsókn betur frá Sjálfstæðisflokknum. Hann gerði ekki nóg til að skerpa félagslegu hliðarnar þá 9 mánuði sem hann var formaður Framsóknar í aðdraganda alþingiskosninga. Nú sér hver maður að þá átti Jón auðvitað að gera það sem Björn Ingi gerði í síðustu viku; að venda flokknum í átt til félagshyggju. Ef Jón hefði lagst á vinstri arminn fyrir kosningar væri pólitíska landslagið meira í átt til samvinnu, en græðginnar sem einkennir það í dag. Auk þess hefði Jón hlotið örugga kosningu sjálfur.
Stjórnmál og samfélag | 18.10.2007 | 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju var Geir H. Haarde svona hissa á framkomu Björns Inga við Vilhjálm þegar hann sleit meirihlutanum í borginni? Er ekki rétt munað hjá mér að hann hafi sjálfur breytt eins gagnvart Jóni Sigurðssyni eftir alþingiskosningarnar í vor?
Stjórnmál og samfélag | 12.10.2007 | 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2014
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Tenglar
Mínir tenglar
- Framhaldsskólinn á Laugum Framhaldsskólinn á Laugum
- Æfingadagbækur Æfingadagbækur
- Hlaupadagskrá Hlaupadagskrá